Aðgerðir í fiskeldi

90. fundur
Fimmtudaginn 27. febrúar 1992, kl. 10:46:00 (3796)


     Landbúnaðarráðherra (Halldór Blöndal) :
    Hæstv. forseti. Það er lítið um þetta að segja. Að sjálfsögðu verður reynt að ýta á það hvort hægt sé að ná betri kjörum fyrir fiskeldisfyrirtæki varðandi orkukostnað. Það sama á raunar við um aðra samkeppnisgrein sem suma dreymir um að verði útflutningsgrein, ylræktina. Hún býr að vísu ekki við hærra orkuverð en í öðrum löndum en mundi muna miklu ef hægt væri að nýta umframorkuna nú til þess að bæta rekstrarskilyrði þessara tveggja greina, ylræktar og fiskeldis.