Norður-Atlantshafsþingið 1991

91. fundur
Fimmtudaginn 27. febrúar 1992, kl. 14:06:00 (3832)


     Kristinn H. Gunnarsson (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Þetta var mjög sérstök ræða sem við hlýddum á hjá hv. þm. Karli Steinari Guðnasyni. Ég blanda mér ekki mikið inn í þá fortíð sem ég þekki ekki eða er ekki partur af. En ég tók eftir því að hann dró Alþb. þar inn í og undir sama hatt og það sem hann var að gagnrýna. Það er því óhjákvæmilegt, virðulegi forseti, og ekki góð fundarstjórn, að loka umræðu á þessu stigi þegar einn hv. þm. hefur vegið með grófum hætti að þingmönnum í öðrum flokki og ég tel fulla ástæðu til að það verði rætt.