Staða sjávarútvegsins

91. fundur
Fimmtudaginn 27. febrúar 1992, kl. 14:33:00 (3842)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Þá hefst utandagskrárumræðan. Hún fer fram að beiðni þingflokks Framsfl. og er um efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar með sérstöku tilliti til stöðu sjávarútvegsins. Umræðan fer fram eftir síðari mgr. 50 gr. þingskapa. Málshefjandi og viðkomandi ráðherra mega eigi tala lengur en hálftíma, tvisvar hvor, og aðrir þingmenn og ráðherrar 15 mínútur tvisvar.