Staða sjávarútvegsins

91. fundur
Fimmtudaginn 27. febrúar 1992, kl. 18:37:00 (3869)

     Einar K. Guðfinnsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Þær tölur sem birtar hafa verið um afkomu sjávarútvegsins sýna auðvitað svart á hvítu að þó að ekki hefði verið greint frá þeim hér í þinginu hefði veruleikinn birst mönnum fyrr eða síðar. Það hefði að sjálfsögðu verið innlegg í kjarasamninga út af fyrir sig, sá veruleiki að íslenskur sjávarútvegur væri í miklum þrengingum. Hins vegar hefur líka verið frá því greint að þessar upplýsingar um stöðu sjávarútvegsins hafi ekki komið mönnum á óvart. Fjölmargir hafa vitnað, m.a. í ræðustól á Alþingi, um að allt þetta hafi verið þeim kunnugt, þetta hafi bara verið staðfesting á því sem menn hafi vitað. Er það þá ekki á sinn hátt líka innlegg í kjarasamninga? Vitaskuld eru upplýsingar af þessu tagi ekkert innlegg í kjarasamninga eða hugsaðar þannig. Eru menn þá, ef þeir tala á bjartsýnum nótum, eins og t.d. hv.

17. þm. Reykv., að gefa mönnum undir fótinn með að semja eigi á allt öðrum nótum, semja hér um miklar kauphækkanir? Vitaskuld ekki. Menn eru bara að ræða stöðu sjávarútvegsins og það sem einangrað fyrirbrigði er ekkert innlegg í þessa kjarasamninga.