Staða sjávarútvegsins

91. fundur
Fimmtudaginn 27. febrúar 1992, kl. 19:46:00 (3881)


     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það sem hafði farið fram hjá hv. 4. þm. Norðurl. v. að hæstv. sjútvrh. fjallaði um úreldingarþátt varðandi vinnslu og það kom fram hjá honum að það væri til sérstakrar athugunar. Hann benti jafnframt á þá erfiðleika sem því gætu fylgt að ná fram niðurstöðu þar sem staðan væri talsvert önnur en hvað útgerðarþáttinn snertir vegna þess munar sem þar er á um atbeina ríkisins, leyfisbindingar og annað þessar háttar. En hæstv. sjútvrh. tók allnokkurn tíma af stuttum tíma sínum til að fjalla um þennan þátt.