Flugmálaáætlun 1992--1995

93. fundur
Þriðjudaginn 03. mars 1992, kl. 19:17:00 (3954)

     Landbúnaðarráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Það er rétt sem ég sagði áðan og staðfest hefur verið af hv. 4. þm. Norðurl. e. að því var á sínum tíma haldið fram órökstutt að nauðsynlegt væri að fara í 2.700 m og jafnvel 3.000 m á Egilsstöðum. Menn hafa talað um 2.400 m og komist svo nær jörðinni í sambandi við hvað við Íslendingar höfum ráð á. Alltaf hefur legið fyrir að sú lengd dygði Flugleiðum fullkomlega og hef ég í sjálfu sér ekki meira um það að segja.