Atvinnumál á Suðurnesjum

96. fundur
Föstudaginn 06. mars 1992, kl. 11:31:00 (4042)



     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er mér sérstök ánægja að verða vitni að því að hv. þm. Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Alþfl., opinberar það hér að það sé framsóknarmennska sem e.t.v. þurfi til til að vera lyftistöng fyrir okkar atvinnulíf í dag. ( ÖS: Með litlum staf.) Ég verð að segja í framhaldi af því að ég bind vissar vonir við það eftir þessa yfirlýsingu að ferðalagi hv. þm. um flokka stjórnmálakerfisins sé ekki lokið ( ÖS: Jú, jú.) og það kunni að verða á óvæntar og ánægjulegar breytingar á næstunni.