Laun forseta Íslands

96. fundur
Föstudaginn 06. mars 1992, kl. 14:59:00 (4085)


     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Varðandi það hvert eigi að vísa þessu máli verður forseti að viðurkenna að henni fannst eðlilegt að það fari til allshn. Hins vegar hafa menn nokkuð til síns máls þegar sagt er að hér sé um skattamál að ræða og þess vegna ætti það að fara til efh.- og viðskn. Það verða engar atkvæðagreiðslur í dag og forseti mun taka sér tíma til að komast að niðurstöðu í góðu samráði við flm. frv. þannig að það liggi fyrir hver tillagan verður þegar málið verður tekið aftur á dagskrá.