Varamaður tekur þingsæti

97. fundur
Mánudaginn 09. mars 1992, kl. 13:35:01 (4088)

     Forseti (Gunnlaugur Stefánsson) :
    Borist hefur eftirfarandi bréf:
    ,,Þar sem ég hef nú þegar setið á Alþingi tvær vikur í veikindaforföllum Jóns Baldvins Hannibalssonar utanrrh. og get ekki sinnt þingstörfum lengur vegna starfs míns fer ég fram á að 2. varamaður Alþfl. í Reykjavíkurkjördæmi, Valgerður Gunnarsdóttir sjúkraþjálfari, taki sæti á Alþingi af þeim sökum.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegi forseti.``
    Undir þetta bréf ritar Magnús Jónsson, 1. varamaður Alþfl. í Reykjavíkurkjördæmi.
    Valgerður Gunnarsdóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi á þessu löggjafarþingi og er boðin velkomin til starfa á ný.