Lækkun vaxta

98. fundur
Þriðjudaginn 10. mars 1992, kl. 13:51:02 (4114)

     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir :
    Virðulegi forseti. Það hefur mikið verið rætt um það sl. vikur hve brýn þörf væri á lækkun vaxta, sér í lagi með tilliti til þess að ná samningum á vinnumarkaði. Samningsaðilar hafa sett þá kröfu efst á blað og haft er eftir hæstv. forsrh. í DV í gær að vaxtalækkun í stökki komi til greina. Því vil ég spyrja hæstv. forsrh.: Hvenær megum við vænta þess að sjá þetta stökk eða þá stökkbreytingu í þá átt að lækka vexti?