Hjúkrunarrými fyrir aldraða og St. Jósefsspítali í Hafnarfirði

98. fundur
Þriðjudaginn 10. mars 1992, kl. 14:01:00 (4123)


     Ingibjörg Pálmadóttir :

    Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. heilbrrh. svarið en hann hefur ekki skilið spurninguna. Spurningin er þessi: Hvert verður þessum öldruðu og sjúku beint? Ekki er enn þá ljóst hvort St. Jósefsspítalinn í Hafnarfirði hefur fjárhagslegt bolmagn til þess að taka inn þessar hvíldarinnlagnir. Það var spurningin.
    Það er alveg ljóst að á deild B-6, sem hefur verið lokað, eru 27 pláss og ég trúi ekki öðru en það sé möguleiki að manna þessa deild, ég trúi ekki öðru og ég spyr heilbrrh.: Hvað ætlar hann að gera til að manna þessar deildir?