Tilkynning um atkvæðagreiðslu

98. fundur
Þriðjudaginn 10. mars 1992, kl. 14:16:00 (4132)

     Árni Johnsen :
    Virðulegi forseti. Um það mál sem hér er rætt ætla ég ekki að hafa mörg orð þótt undirritaður hafi kannski haft ríkasta ástæðu til að fjalla um það mál frá upphafi. En í tilefni af orðræðu síðasta ræðumanns, hv. þm. Jóhanns Ársælssonar, þá verð ég að harma að hann gerir mér upp sakir í ræðu sinni eða í því bréfi sem hann vitnaði til þar sem hann segir að ég hafi sagt í fjölmiðlum að margoft hafi það gerst að þingmenn greiddu atkvæði hver fyrir annan í þingsal. Hann vitnaði í fjölmiðla. Það hef ég aldrei sagt enda hef ég enga ástæðu til þess og þingmaðurinn mun hvergi geta vitnað til þess að það hafi verið mín orð.