Ný störf á vegum ríkisins

98. fundur
Þriðjudaginn 10. mars 1992, kl. 14:52:00 (4135)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Forseti vill þakka hv. 4. þm. Norðurl. e. fyrir þann stuðning og þá aðstoð sem hann veitir henni við að reyna að fá þingmenn til að hlýða þeim tilmælum forseta, sem hann hefur bæði á þessum fundi og mörgum öðrum fundum, við sams konar aðstæður, lagt áherslu á, að þingmenn sitji rólegir í sætum sínum meðan atkvæðagreiðsla fer fram.
    Jafnframt vill forseti minna á að hæstv. umhvrh. er með varamann inni og tekur þess vegna ekki þátt í atkvæðagreiðslu, svo það liggi alveg ljóst fyrir. Hæstv. umhvrh. hefur ekki nema eitt atkvæði eins og aðrir.