Hringvegurinn

98. fundur
Þriðjudaginn 10. mars 1992, kl. 14:57:00 (4138)

     Ólafur Ragnar Grímsson (um atkvæðagreiðslu) :
    Virðulegi forseti. Mér finnst nóg komið af því hvernig þetta hefur gengið fyrir sig í dag, því miður. Og það síðasta sem gerðist var nú til þess að fylla mælinn. Aðalreglan samkvæmt þingsköpum er að atkvæðagreiðsla fari fram með handauppréttingu og ég vil koma því á framfæri við forseta að þær atkvæðagreiðslur sem eiga eftir að fara fram í dag fari fram með handauppréttingu, sem dugað hefur þinginu ágætlega í yfir 100 ár. Síðan athugi forseti sinn gang með framhaldið.