Umferðarlög

98. fundur
Þriðjudaginn 10. mars 1992, kl. 15:10:00 (4140)

     Ólafur Þ. Þórðarson :
    Herra forseti. Framsfl. er hlynntur því að heildarendurskoðun fari fram á umferðarlögunum og að kennslumál séu skoðuð í samhengi við aðrar tillögur. Með þeirri brtt. sem ríkisstjórnin leggur til með frv. er í reynd verið að færa kostnað af Umferðarráði yfir á þá sem taka próf. Jafnframt er verið að breyta eðli Umferðarráðs frá því að áhugafélög standi að og stjórni því í að hæstv. dómsmrh. skipi stjórn þess. Í reynd er verið að leggja niður Umferðarráð sem umferðarráð. Það er orðið á bak við og mjög óvíst hvað það þýðir í framkvæmd. Af framangreindri ástæðu segi ég já.