Umferðarlög

98. fundur
Þriðjudaginn 10. mars 1992, kl. 15:12:00 (4141)

     Anna Ólafsdóttir Björnsson :
    Virðulegi forseti. Með frv. er verið að færa stjórn ökukennslu og umsjón prófa og ökukennslu til Umferðarráðs. Það tel ég afskaplega jákvætt. Jafnframt hafa allir þeir aðilar og áhugasamtök sem aðild eiga að Umferðarráði stutt þetta í umsögnum sínum og um það er enginn ágreiningur. Það að veita minni fjármunum til Umferðarráðs er ekki hluti frv. Kvennalistakonur hafa bent á það í umræðum að það er mjög alvarlegt. Það er hins vegar ekki innifalið í frv. og verður að leysa á annan hátt. Það er algerlega óviðunandi að skerða fjárveitingar til Umferðarráðs. Ég segi því nei við þessari tillögu um að vísa málinu til ríkisstjórnarinnar.