Jöfnun á flutningskostnaði olíuvara

98. fundur
Þriðjudaginn 10. mars 1992, kl. 18:04:00 (4167)

     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Þetta er alveg rétt hjá hv. 3. þm. Vesturl. Þegar flutningsjöfnunin dugir ekki til hætta menn að veita þjónustuna í dreifbýlinu. Eins og ég lýsti áðan er munurinn á því frv. sem hæstv. viðskrh. leggur hér fram með öllum sínum göllum og því sem hv. 3. þm. Vesturl. leggur til sá að það kemur fyrr að því að félögin treysta sér ekki til þess að veita þessa þjónustu á sama verði úti um allt land. Það kemur þá fyrr að því að íbúar á þeim svæðum þar sem félögin treysta sér ekki til þessarar þjónustu verða að kaupa hana því verði sem hún kostar komin Þangað að viðbættum flutningskostnaði.