Afgreiðsla þingmála stjórnarandstöðunnar

99. fundur
Miðvikudaginn 11. mars 1992, kl. 13:40:00 (4185)

     Geir H. Haarde :
    Virðulegi forseti. Ég hygg að það mál sem hér hefur verið rætt hljóti að fá sömu umfjöllun og öll önnur mál sem koma til hv. allshn. En ég hlýt að vekja athygli á einu atriði sem fram kom í ræðu málshefjanda. Ef ég heyrði rétt, þá er þetta í fjórða sinn sem þetta mál er lagt fram á Alþingi þannig að það er greinilega við einhverja aðra að sakast en núv. stjórnarmeirihluta að þetta mál skuli ekki vera orðið að lögum á einhverju af þremur undanförnum þingum.