Þjóðarbókhlaða og endurbætur menningarbygginga

99. fundur
Miðvikudaginn 11. mars 1992, kl. 13:56:00 (4197)

     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Hafi það farið fram hjá hv. þm. þá var ég ekki að víkjast undan því að þessar upplýsingar kæmu. Það var beðið um ákveðnar upplýsingar af hv. nefnd og þær upplýsingar munu koma til nefndarinnar. Ég get ekki hér og nú gefið þessar upplýsingar, það er ekki hægt að ætlast til þess. Það var það eina sem fólst í mínu svari.
    Ég sagði jafnframt að ef hv. þm. vilja tefja afgreiðslu málsins af því að þeir þurfi að bíða eftir

upplýsingunum þá er það mér að meinalausu. Málið heyrir undir menntmrn. og fjallar um það að leiðrétta lög þannig að ákveðin skattleysismörk hækki um 6% og skatturinn verði ekki eins hár og ella. Upplýsingarnar hafa sjálfstætt gildi og geta alveg borist nefndinni og þingflokki Alþb. síðar en ef Alþb. kærir sig ekki um að fara að tillögu síns eigin varaformanns sem hefur skrifað undir nál. og segir hér að stungið sé upp á því að frv. sé samþykkt. Það er auðvitað þeirra mál og ekki ætla ég að tefja fyrir því að þetta mál fái að bíða.