Auglýsingakostnaður í dagblöðum og sjónvarpi

100. fundur
Fimmtudaginn 12. mars 1992, kl. 10:49:00 (4225)

     Björn Bjarnason :
    Virðulegi forseti. Í tilefni af orðum síðasta ræðumanns vil ég láta það koma fram að ég tel að umræðan snúist ekki um það til hvaða fjölmiðla fjármunirnir fara, heldur hvaða úrræðum hefur verið beitt. Í umræðunni áður snerist það um geðþóttaákvarðanir í fjmrn. Á þeim grunni voru þessar ákvarðanir þá gagnrýndar og svo bað fyrrv. fjmrh. um þessar upplýsingar. Þannig snýst málið ekki um það til hvaða miðla auglýsingar og greiðslur fyrir þær fara heldur hvernig að ákvörðunum um það er staðið. Ég vil taka undir það sem kom fram í máli hv. 3. þm. Reykn. að hv. 8. þm. Reykn. sagði í umræðunum, þegar málið var rætt síðast, að það hefði verið staðið að auglýsingastarfsemi á vegum fjmrn. með ákveðnum hætti meðan hann var fjmrh. Í umfjöllun blaða eftir að umræðunum lauk kom fram að það var alls ekki rétt sem þingmaðurinn sagði hér í þingsalnum.