Skattsvik

100. fundur
Fimmtudaginn 12. mars 1992, kl. 11:25:00 (4246)

     Kristinn H. Gunnarsson :
    Virðulegi forseti. Hér er vissulega hreyft við afar þýðingarmiklu máli og ég vil þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir það. Auðvitað er rétt að því færri undanþágur sem eru í skattalögum og innheimtukerfi, þeim mun líklegra er að innheimtan verði góð. En það þarf líka að vera aðhald á innheimtunni. Ráðherra og yfirvöld þurfa að sýna innheimtumönnum ríkisins verulegt aðhald þannig að menn innheimti þá skatta sem fyrirtæki hafa innheimt í nafni ríkissjóðs. Það er ekki viðunandi að fyrirtæki sé enn í rekstri og skuldi samt staðgreiðslu skatta í rúmt ár. Það er óviðunandi innheimtukerfi.
    Virðulegi forseti. Ég tek undir það sem fram hefur komið m.a. hjá hv. 8. þm. Reykn. að eitt af hlutverkum fjmrh. er að sjá til þess að aðhald á innheimtunni sé í lagi.