Kennaranám með fjarkennslusniði

100. fundur
Fimmtudaginn 12. mars 1992, kl. 12:04:00 (4262)

     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) :
    Hæstv. forseti. Efasemdir hafa komið fram um að kennarar með full réttindi nái því að útskrifast 1996. Ég kann ekki að svara því. Þessar upplýsingar hef ég raunar frá Kennaraháskólanum og vel má vera að það geti ekki orðið margir sem útskrifist 1996. Ég get ekki svarað því fyllilega hvaða skilyrði þarf að uppfylla fyrir leiðbeinendur sem vilja sækja þetta nám, enn er unnið að undirbúningi málsins, eins og ég gat um í fyrri ræðu minni, af hálfu Kennaraháskólans. En ég fagna þeim áhuga sem hefur komið fram á að þetta dreifða og sveigjanlega kennaranám geti hafist.