Endurskoðun laga um stjórn fiskveiða

100. fundur
Fimmtudaginn 12. mars 1992, kl. 14:00:00 (4315)

     Stefán Guðmundsson :
    Virðulegi forseti. Ég vil þakka fyrirspyrjanda fyrir að hreyfa þessu máli. Það er þarft að ræða um þessi mál. Ég vildi leyfa mér að spyrja hæstv. sjútvrh., vegna þess að ég veit að hann á eftir að koma hér upp, hvort við megum skilja svo orð Þrastar Ólafssonar, annars af formönnum þessarar stjórnskipuðu nefndar, að hann tali í umboði ríkisstjórnarinnar þegar hann lýsir því yfir að nauðsyn þess að koma á hagnaði í sjávarútvegi sé að gjaldþrot þurfi að ganga yfir þessa grein. Það eru stór orð sem formaður nefndarinnar hefur haft og valda okkur áhyggjum og ég tala nú ekki um þeim sem í þessari atvinnugrein starfa. Og því hljótum við að spyrja: Er hér talað í nafni ríkisstjórnarinnar?