Atkvæðagreiðsla með rafeindabúnaði

102. fundur
Mánudaginn 16. mars 1992, kl. 14:02:01 (4373)

     Ólafur Þ. Þórðarson :
    Herra forseti. Hér er undir dagskrárliðnum um þingsköp hafin aðför að þeim bændum sunnlenskum sem riðu til Reykjavíkur til að mótmæla því að Ísland semdi við Hið mikla norræna símafélag um lagningu sæstrengs til Skotlands. Sá sem barðist harðast gegn þessu var Einar skáld Benediktsson. Hann krafðist þess að við tækjum tæknina í okkar þjónustu og tækjum strax upp þráðlaust samband. Hins vegar voru menn svo frumstæðir þá margir hverjir í hugsun að þeir kusu heldur að leggja sæstreng þessa leið. Nú er Skyggnir búinn að taka við því hlutverki sem Einar Benediktsson vildi koma strax á á þeim tíma. Þessu vildi ég koma á framfæri.