Atkvæðagreiðsla með rafeindabúnaði

102. fundur
Mánudaginn 16. mars 1992, kl. 14:03:45 (4375)

     Hrafnkell A. Jónsson :
    Virðulegi forseti. Það situr kannski síst á mér, varamanni sem hefur orðið uppvís að því að brjóta lög, að ræða þingsköp við hv. þm. Ólaf Þ. Þórðarson. En ég vil aðeins gera þá athugasemd að eins og ég skil þessi lög get ég ekki kvatt mér hljóðs og borið sakir af heilli stétt í einu lagi nema ég skipi sæti í þeirri stétt. Það kemur mér þægilega á óvart ef hv. þm. Ólafur Þórðarson er orðinn bóndi en þó mun ég hafa lesið það í Dagblaðinu að hugur hans standi til þess.