Seðlabanki Íslands

102. fundur
Mánudaginn 16. mars 1992, kl. 15:32:00 (4388)

     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég þakka hv. 18. þm. Reykv. fyrir þessa skýringu sem var glögg og kom heim

og saman við það sem hafði reyndar áður komið fram og staðfestir það sem segja má að liggi í augum uppi en er óhjákvæmilegt hins vegar að komi fram að efh.- og viðskn., a.m.k. einhver hluti hennar, er andvígur þeim forsendum sem hæstv. viðskrh. gefur sér. Það er líka ljóst að þó hægt væri samkvæmt núgildandi seðlabankalögum að taka upp ECU-tenginu er hitt líka ljóst að hæstv. viðskrh. ætlar að nota frv. og samþykkt þess sem flagg til þess að knýja þetta fram.