Tilhögun þingfundar

103. fundur
Þriðjudaginn 17. mars 1992, kl. 17:49:00 (4429)

     Forseti (Björn Bjarnason) :
    Hv. 5. þm. Suðurl. hefur áður rætt þetta vandamál og ég vísa til þeirra umræðna sem þá fóru fram, að hann fletti upp í þingtíðindum og sjái hvaða skilgreiningar menn hafa haft á þessu. Varðandi hitt atriðið sem hann spurði um þá var fundur haldinn með forseta og formönnum þingflokka í hádeginu í dag og það voru engin andmæli við þessu, þannig að ég sé ekki annað en þetta sé algjörlega tilefnislaust hjá hv. þm. að vera hér með þessar ávirðingar um forsetaembættið.