Endurskoðun iðnaðarstefnu

103. fundur
Þriðjudaginn 17. mars 1992, kl. 22:20:00 (4457)


     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég ítreka þá spurningu sem var meginástæðan til þess að ég fór upp. Ég spurði hæstv. iðnrh. að því hvað það hafi verið sem var í farvatninu í uppbyggingu stóriðju á þeim árum sem hann nefndi sem ekki gekk fram vegna andstöðu einhverra tiltekinna stjórnmálaafla. Hvað var það, hæstv. ráðherra, á þessum árum sem var stöðvað?
    Ég bendi ráðherra á að þó svo hann hafi ekki beint orðum sínum til míns flokks, þess flokks sem sá þingmaður sem hér stendur starfar í núna, eins og ráðherra sagði áðan --- sá þingmaður sem hér talar hefur aldrei starfað í öðrum stjórnmálaflokki en þessum, en það er annað mál --- þá var það tímabil sem hann nefndi á margumræddum framsóknaráratugum þannig að okkur framsóknarmönnum rennur nokkuð blóðið til skyldunnar þegar slíkur málflutningur er hafður frammi.