Skipan gjaldeyris- og viðskiptamála

104. fundur
Miðvikudaginn 18. mars 1992, kl. 14:38:00 (4495)

     Ólafur Ragnar Grímsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Mér fannst sem betur fer kveða við nokkuð annan tón í þessari stuttu ræðu ráðherrans en fyrr í dag og fagna því og vona að það sé ábending um það að menn geti hér rætt saman um það að leysa málið í sátt og samlyndi. Ég hef fulla trú á því að það verði hægt þar til annað kemur í ljós og er alveg reiðubúinn að gera mitt til þess, hæstv. ráðherra, en þá þurfa auðvitað allir að leggja sig fram.