Skipan gjaldeyris- og viðskiptamála

104. fundur
Miðvikudaginn 18. mars 1992, kl. 14:42:00 (4497)

     Viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Enn á ný vil ég þakka hv. nefndarmönnum í efh.- og viðskn. og þeim ræðumönnum sem þannig hafa talað hér stuðninginn við þetta frv. og það sem var næst á undan á dagskránni. Það er alveg fölskvalaust af minni hálfu að ég er ákaflega ánægður með þennan stuðning. Það sem ég sagði hér áðan var ósköp einfalt, að ég hvetti menn til þess að breyta samkvæmt sannfæringu sinni í þessu máli. Og ég get ómögulega skilið hvernig ( Gripið fram í: Hver gerir það ekki?) menn hafa lagt það út á þennan hátt. Þannig er þetta nú sagt og meint og hafi menn tekið það illa upp, þá verð ég að játa að ég botna ekkert í því.