Greiðsla ferðakostnaðar vegna tannréttinga

105. fundur
Fimmtudaginn 19. mars 1992, kl. 11:37:00 (4540)

     Kristinn H. Gunnarsson :
    Virðulegi forseti. Ég vil benda á að í svari ráðherra kom ekki svar við 2. og 3. lið spurningarinnar, alla vega heyrði ég ekki hvort ráðherra hefði einhver áform uppi um að draga úr þessum aðstöðumun. Hér er um að ræða verulegan aðstöðumun eftir búsetu sem mun fara vaxandi í kjölfar þess sem ráðherra boðaði um niðurfellingu endurgreiðslu við tiltekin skilyrði. Þó svo það sé rétt og gleðilegt sem fram kom hjá hæstv. ráðherra að tannréttingalæknar eru farnir að sýna því skilning að koma sjálfir til sjúklinganna er það samt í svo litlum mæli og svo óvíða að það er ekki fullnægjandi. Ég tel að hæstv. ráðherra eigi að hafa frumkvæði í þessu máli og ég vildi gjarnan heyra hvert hans frumkvæði er til að draga úr þessu misrétti.