Símaþjónusta Tryggingastofnunar ríkisins

105. fundur
Fimmtudaginn 19. mars 1992, kl. 12:01:00 (4553)

     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Það er misskilningur hjá hæstv. heilbr.- og trmrh. að ég sé á móti því að þjóðin hafi heilbr.- og trmrh. Mín skoðun er sú að það sé nauðsynlegt fyrir þjóðina að hafa heilbr.- og trmrh. en ekki aðstoðarmann fjmrh. sem gengur laus undir starfsheitinu heilbr.- og trmrh. í Stjórnarráði Íslands.
    Ég held að meginvandi heilbrigðiskerfisins á Íslandi sé sá að okkur vantar alvöru heilbrigðis- og tryggingaráðherra í dag en það verður ekki bætt úr því meðan þessi maður situr sem er þar núna. Hitt kom einnig í ljós og var mjög athyglisvert að hæstv. heilbrrh. kennir hæstv. félmrh. um að reglugerðin um umönnunarbæturnar skuli ekki vera komin út. Það er skaði að hæstv. félmrh. skuli ekki vera hér. Er von á hæstv. félmrh. hér í dag? Það er alveg óhjákvæmilegt að inna eftir því hvað það á að þýða af hæstv. félmrh. að draga útgáfu reglugerðarinnar. Hvað á þessi slóðaskapur að þýða sem hæstv. heilbrrh. vill kenna hæstv. félmrh. um? Bersýnilega er ekki bara þörf á beinum línum milli trmrn. og Tryggingastofnunarinnar heldur líka milli félmrn. og heilbrrn. ( Heilbrrh.: Er heilbrrh. heimilt að bera af sér sakir á sama hátt og hv. þm.?)