Svæðisútvarp á Vesturlandi

105. fundur
Fimmtudaginn 19. mars 1992, kl. 12:23:00 (4566)

     Jóhann Ársælsson :
    Virðulegur forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda fyrir að vekja athygli á málinu. Það hefur nú dregist nokkuð lengi að nokkuð yrði úr hugmyndum um að koma upp svæðisútvarpi á Vesturlandi. Ég verð að lýsa yfir miklum vonbrigðum mínum með þau svör sem hæstv. menntmrh. gaf því að í þeim virtist ekki vera mikil von til þess að breyting yrði á þessu á næstunni. Ég ætla að vona að þau mál verði tekin til endurskoðunar vegna þess að þjónustan við landið allt á auðvitað að vera hlutverk Ríkisútvarpsins. Ekki er nóg með að þessar stöðvar vanti heldur finnst mér mjög vanrækt að afla frétta af þeim svæðum þar sem ekki eru svæðisstöðvar.