Afgreiðsla lagafrumvarpa í tengslum við EES-samninginn

105. fundur
Fimmtudaginn 19. mars 1992, kl. 13:11:00 (4585)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Forseti vill ítreka að þetta voru minnispunktar frá óformlegum fundi. Það kom forseta því svolítið á óvart að þeir skyldu sendir út sem fundargerð eins og frá formlegum fundi væri en svo var ekki. Forseti vill ítreka að hér var einungis um óundirbúinn, óformlegan fund að ræða. Minnispunktana sem voru sendir frá fundinum mun forseti láta leiðrétta, þ.e. það sem að honum snýr og var haft ranglega eftir eða rangfært í þessari fundargerð.
    Svo vill forseti líka endurtaka og ítreka það að að sjálfsögðu verður haft samráð við formenn þingflokka ef bregða þarf út af starfsáætlun þingsins eins og hún liggur fyrir, eins og vænta má að þurfi að gera.