Beitumál

107. fundur
Mánudaginn 23. mars 1992, kl. 13:38:00 (4636)

     Frsm. sjútvn. (Matthías Bjarnason) :
    Virðulegi forseti. Þetta frv. er um afnám laga nr. 45 frá 7. maí 1946, um beitumál og beitunefnd og þau verkefni sem hún átti að inna af hendi. Svo verður að líta á að þetta séu orðin úrelt og óþörf lagaákvæði. Hefur sjútvn. fjallað um frv. og mælir með að það verði samþykkt.
    Anna Ólafsdóttir Björnsson, fulltrúi Samtaka um kvennalista, sat fund nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykk áliti þessu. Undir nál. rita Matthías Bjarnason, Össur Skarphéðinsson, Guðmundur Hallvarðsson, Árni R. Árnason, Halldór Ásgrímsson, Steingrímur J. Sigfússon, Stefán Guðmundsson, Jóhann Ársælsson og Hjálmar Jónsson.