Stuðningur við fyrirvara Íslands við GATT-samninginn

108. fundur
Þriðjudaginn 24. mars 1992, kl. 14:02:00 (4682)

     Jón Helgason :
    Hæstv. forseti. Ég ætla að beina spurningu til hæstv. forsrh. Þann 10. jan. sl. skýrði hæstv. forsrh. Alþingi frá fyrirvara ríkisstjórnarinnar við tillögur Arthurs Dunkels um nýjan GATT-samning. Í framhaldi af yfirlýsingu hæstv. forsrh. spyr ég hvernig ríkisstjórnin hefur unnið að því að fá stuðning annarra þjóða við þennan fyrirvara um sérstöðu Íslendinga? Hvernig horfur eru á að nægur stuðningur fáist til þess að þær verði teknar til greina við samningsgerðina?