Réttur til veiða í efnahagslögsögu Íslands

108. fundur
Þriðjudaginn 24. mars 1992, kl. 14:19:00 (4692)

     Steingrímur J. Sigfússon :
    Hæstv. forseti. Ég styð þær brtt. sem sjútvn. náði sem betur fer saman um að leggja til á þessu frv. og er sannfærður um að þær eru til bóta. Þær eru hluti af þeirri viðleitni að standa fast á rétti okkar Íslendinga í þessum efnum, nú sem endranær, og tryggja það að við höfum í höndum okkar ríkar heimildir að lögum til þess að gæta hagsmuna okkar eins og best verður á kosið. Þar á meðal að þrýsta á næstu nágranna okkar um að semja um nýtingu á sameiginlegum stofnum. Ég tel þess vegna að það hafi verið ákaflega farsæl niðurstaða að bæði utanrmn. Alþingis og sjútvn. náðu að lokum saman um lagfæringar á þessu stjfrv. Ég verð að segja eins og er að mig undrar nokkuð þau órökstuddu mótatkvæði sem hér falla við þeirri niðurstöðu og segi það við hv. 2. þm. Vestf. að það er ekki sjútvn. og ekki fjölmargir gestir hennar sem hafa ruglast í ríminu heldur hv. 2. þm. Vestf. í þessu máli. Ég segi já.