Réttur til veiða í efnahagslögsögu Íslands

109. fundur
Miðvikudaginn 25. mars 1992, kl. 15:03:00 (4745)

     Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar) :
    Herra forseti. Ágætur kennimaður íslenskur kenndi mér þá vísu sem hann hafði eftir hjálpræðishersmanni af Sauðárkróki og var það túlkun á kristinni trú. Ég hygg að það sé rétt að flytja þá vísu því að kærleikur okkar til Grænlendinga er kannski dálítið skyldur þeirri túlkun sem þar kom fram. Vísan er svona:

        Ég elska Jesú Krist,
        ég breyti eins og hann.
        Sjálfan mig seð ég fyrst
        og síðan náungann.