Flutningur stofnana á vegum ríkisins út á landsbyggðina

110. fundur
Fimmtudaginn 26. mars 1992, kl. 10:45:00 (4761)

     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir :
    Virðulegi forseti. Ég vil mótmæla því sem fram kom hjá hæstv. forsrh., að ummæli frambjóðenda um að að flytja ætti stofnanir út á land, væru helst notuð fyrir kosningar og lítil meining í þeim. Þær umræður, sem nú fara fram, sýna að þar fylgir hugur máli, a.m.k. hjá mörgum.
    Þegar við ræðum um að flytja stofnanir út á land verðum við að horfast í augu við að í raun og

veru er ekki raunhæft að ræða um að flytja þær stjórnsýslustofnanir, sem hér eru staðsettar og búnar að starfa í mörg ár, út á land. Hins vegar er hægt að stofna útibú í tengslum við þær og efla þau eins og kostur er. Einnig er hægt að koma fyrir öllum þeim nýju stofnunum, sem settar yrðu á fót, úti á landsbyggðinni og tek ég þar undir með hv. síðasta ræðumanni. Síðast en ekki síst á að auka og efla starfsemi rannsóknastofnana atvinnuveganna úti á landi og nýjar, sem settar yrðu á fót, séu skilyrðislaust stofnaðar úti landi.