Viðhald opinberra bygginga

110. fundur
Fimmtudaginn 26. mars 1992, kl. 11:24:00 (4781)

     Kristín Einarsdóttir :
    Virðulegi forseti. Vegna orða hv. 6. þm. Norðurl. e. um skrauthýsi er ég ekki að mæla með því að Hæstiréttur verði í neinu skrauthýsi en ég vil hins vegar vara við því að opinberar byggingar og þá ekki síst húsnæði fyrir Hæstarétt séu einhverjir kofar. Ég held að það sé mjög mikilvægt að ákveðin reisn sé yfir opinberum byggingum og ekki eigi að kasta til þeirra höndunum. Ég er ekki að mæla með því að byggð séu nein skrauthýsi, hvað þá heldur að farið sé fram úr áætlununum eins og við höfum frétt af nýlega varðandi uppáhaldsbyggingu hæstv. forsrh., eins og hann orðaði það. Ég er ekki að mæla með því en við megum heldur ekki vera með neina lágkúru.