Textavarp

110. fundur
Fimmtudaginn 26. mars 1992, kl. 12:25:00 (4807)

     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) :
    Hæstv. forseti. Það er vissulega rétt hjá hv. fyrirspyrjanda að það eru mörg viðfangsefnin óafgreidd hjá Ríkisútvarpinu eins og að bæta dreifikerfið. Ég held þó að fleira réttlæti þessa starfsemi Ríkisútvarpsins, textavarpið, en þjónustan við heyrnarskerta sem er vissulega afar mikilvæg. Eins og ég sagði hér áðan, þá hef ég undir höndum lista yfir síður textavarpsins og ég er viss um að hv. fyrirspyrjandi er mér sammála, ef hann fer í gegnum þennan lista sem ég skal afhenda honum á eftir, að þarna er veitt mjög þörf þjónusta sem ég sé ástæðu til að fagna að komin er af stað hjá Ríkisútvarpinu. Hins vegar tek ég auðvitað fram að það er Ríkisútvarpið sem forgangsraðar sínum verkefnum. Það hefur verið mat stofnunarinnar að þarna væri verk að vinna sem ástæða væri til að sinna.