Fríverslunarsamningur EFTA við Tyrkland

112. fundur
Föstudaginn 27. mars 1992, kl. 12:17:00 (4842)

     Ólafur Ragnar Grímsson (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Mér þykir leitt að þurfa að koma upp undir umræðum um þingsköp en hv. þm. Árni M. Mathiesen kvaddi sér hljóðs til þess að veita andsvar við ræðu hæstv. utanrrh. Hann vék hins vegar ekkert að ræðu hæstv. utanrrh. en fór að svara mér. Það er almennt ekki gert hér í andsvörum að menn noti andsvörin með þeim hætti. Hv. þm. hefði auðveldlega getað komið sem venjulegur ræðumaður í þessari umræðu og flutt mál sitt. Hann neyðir mig til þess að annaðhvort koma hér upp aftur eða þá að nota þingskaparéttinn til þess og ég kýs kannski að nota rétt minn til þess að tala einu sinni enn sem ég held að ég megi til þess að svara í stuttu máli fullyrðingum hv. þm. En ég vildi mótmæla því að andsvaraformið væri notað til þess að ráðast á aðra þingmenn og ræður þeirra, en að þeirri ræðu sem andsvarið er veitt við var alls ekki vikið hjá hv. þm.