Friðun Landnáms Ingólfs fyrir lausagöngu búfjár

112. fundur
Föstudaginn 27. mars 1992, kl. 14:11:00 (4869)

     Flm. (Rannveig Guðmundsdóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Svar mitt til hv. þm. er stutt. Ég vil ekki banna eitt né neitt á þessu stigi. Ég vil bara að gerð sé áætlun eins og hér er lagt til sem miðar að því að á ákveðnum tíma, sem mun væntanlega koma fram í þeirri áætlun, verði menn búnir að koma sér saman um á hvaða tíma friðun sé orðin varðandi lausagöngu. Fyrir mér er það alveg ljóst að sauðfé sem í skelfingu hrekst um vegi er lausaganga. Annað ætla ég ekki að skilgreina hér.