Friðun Landnáms Ingólfs fyrir lausagöngu búfjár

112. fundur
Föstudaginn 27. mars 1992, kl. 14:12:00 (4870)

     Auður Sveinsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Vegna ummæla hv. 11. þm. Reykn. og flm. tillögunnar í tilefni ályktunar sem var undirrituð af mér fyrir hönd Landverndar, þá vil ég geta þess að í þau 22 ár frá því að Landvernd var stofnuð hefur nánast á hverjum einasta aðalfundi verið samþykkt tillaga um bann við lausagöngu nema sl. þrjú ár. Þá hefur það ekki verið gert og ástæðan fyrir því hefur aðallega verið sú að aðstæðurnar hafa breyst svo gífurlega mikið að það hefur ekki verið talin ástæða til þess að leggja fram þannig ályktun.
    Einnig vegna þess að hv. flm. talar um svæðisskipulag vil ég benda á það að svæðisskipulag fær staðfestingu ráðherra. Það getur fengið staðfestingu ráðherra en eðli skipulags er samvinna og samþætting allra þátta.