Rannsókn Kjörbréfs

113. fundur
Mánudaginn 30. mars 1992, kl. 13:46:00 (4883)

     Frsm. kjörbn. (Matthías Bjarnason) :
    Virðulegi forseti. Kjörbréfanefnd hefur fengið til meðferðar kjörbréf Bryndísar Friðgeirsdóttur sem er 2. varaþingmaður Alþb. í Vestf. Kjörbréfið er gefið út 26. mars 1992 og undirritað af öllum landskjörstjórnarmönnum.
    Fyrsti varaþingmaður Alþb. í Vestf. hefur ritað bréf þess efnis að af persónulegum ástæðum geti hún ekki að sinni tekið sæti á Alþingi í forföllum Kristins H. Gunnarssonar, 5. þm. Vestf. Það bréf er undirritað 25. mars 1992 af Lilju Rafney Magnúsdóttur.
    Kjörbréfanefnd sér ekkert athugavert við kjörbréf Bryndísar Friðgeirsdóttur og leggur einróma til að það verði samþykkt.