Friðun Landnáms Ingólfs fyrir lausagöngu búfjár

113. fundur
Mánudaginn 30. mars 1992, kl. 13:58:00 (4887)

     Guðni Ágústsson (um atkvæðagreiðslu) :
    Hæstv. forseti. Í umræðum um þáltill. fyrir helgi voru flestir sem þar töluðu þeirrar skoðunar að málinu bæri að vísa til landbn. þar sem um landbúnaðarmál væri að ræða. Landgræðslan, landnýtingin og gróðurverndin heyra undir landbrn. Lagði hv. 1. flm. það í hendur hæstv. forseta að úrskurða um hvort tillögunni skyldi vísað til umhvn. eða landbn. Mér er forvitni á að vita á hvaða rökum sá úrskurður er felldur, að gengið sé fram hjá nefndinni sem samkvæmt þingsköpum á að fá málið og önnur nefnd valin.
    Ég tel þetta vera landbúnaðarmál og eigi samkvæmt eðli þingskapa að fara til landbn.