Utanríkismál

115. fundur
Miðvikudaginn 01. apríl 1992, kl. 21:22:00 (4969)

     Kristín Ástgeirsdóttir (andsvar) :
    Herra forseti. Hv. 4. þm. Austurl. tíðkar það að taka sterklega til orða. Ég sagði að ég væri andvíg aðild Íslands að Evrópubandalaginu. Ég sagði að ég væri andvíg hinu Evrópska efnahagssvæði, þ.e. aðild Íslands að hinu Evrópska efnahagssvæði, en hins vegar þá treysti ég mér ekki til að segja til um það hver staða heimsmála eða staða Íslands í Evrópu verður eftir 5--10 ár. Ég er ekki svo framsýn að geta séð hvernig ástandið verður þá og hvernig við munum meta stöðuna. Ég nefndi í minni ræðu ýmis rök fyrir því að ég tel hvorki aðild að Evrópska efnahagssvæðinu né Evrópubandalaginu koma til greina, t.d. sjávarútvegsstefnuna, miðstýringuna, karlstýringuna, o.s.frv. Ég tel þetta ekki vænlega kosti fyrir Ísland. Það getur verið að hv. þm. Hjörleifur Guttormsson geti svarað því fyrir sig hvernig ástandið verður eftir 10--20

ár, að þar verði engin sú breyting á sem breyti hugsanlega okkar afstöðu varðandi Evrópubandalagið, en ég treysti mér ekki til þess að gera það.