Utanríkismál

115. fundur
Miðvikudaginn 01. apríl 1992, kl. 22:47:00 (4976)

     Umhverfisráðherra (Eiður Guðnason) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég held að það sé rétt að undirstrika það og leggja sérstaka áherslu á það vegna þess að þeirri firru hefur of oft verið haldið fram úr þessum ræðustól af ýmsum hv. þm. að Íslendingar hafi brotið einhverja samninga, lög eða alþjóðareglur í sambandi við hvalveiðimál. Það hafa þeir ekki gert. Við höfum í hvívetna, --- og það legg ég sérstaka áherslu á, --- í hvívetna farið að lögum og reglum, öllum þeim samþykktum sem við höfum verið aðilar að og hvergi brotið þar gerða samninga við aðrar þjóðir.