Utanríkismál

115. fundur
Miðvikudaginn 01. apríl 1992, kl. 22:48:00 (4977)

     Guðrún Helgadóttir (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Það kann að vera rétt að það sé hægt að segja að við höfum ekki brotið nein lög. En eins og allir vita er Alþjóðahvalveiðiráðið samansett af mörgum nefndum og þar sem hundruð vísindamanna eru saman komin eru menn auðvitað ósammála um hluti. Menn greinir á um hluti. Og það hefur verið ágreiningur innan hvalveiðiráðsins milli vísindanefndar og tækninefndar og viturlegast hefði verið fyrir Íslendinga að fara að ráðum vísindamanna en ekki annarra aðila en það gerðum við ekki og það hefur skaðað okkur.