Utanríkismál

115. fundur
Fimmtudaginn 02. apríl 1992, kl. 00:26:00 (4979)


     Björn Bjarnason (andsvar) :
    Ég vil aðeins koma því að að í ræðu minni fyrr í dag minntist ég ekki einu orði á hættuna á gjöreyðingarstyrjöld eða hættuna af gjöreyðingarvopnum. Ég tel að það sem hv. síðasti ræðumaður var að vísa til í minni ræðu hafi verið þær staðhæfingar mínar, sem eru réttar, að Alþb., flokkur hv. þm., hefur haft rangt fyrir sér í utanríkismálum í allri sögu sinni og allri sögu íslenska lýðveldisins, hefur alltaf komist að röngum niðurstöðum við ákvarðanir og stefnumótun í utanríkismálum. Það var þetta sem ég rakti og var meginkjarni í máli mínu í dag að ítreka þessar staðreyndir og þær áttu ekkert skylt við mat á því hvort heimurinn hefði verið nokkrum sekúndum frá kjarnorkustyrjöld eða gjöreyðingarstyrjöld. Það var þessi punktur. Og á þessum punkti hefði ég vænst að hv. þm. reyndi að svara með einum eða öðrum hætti, en hann skorast undan að gera það. En þetta er það meginatriði og var meginkjarni í mínu máli í dag.